16. maí, 2024

Er Muninn dautt félag?

Ritstjórn

Ritstjórn

Eflaust hafa mörg tekið eftir því að hið árlega haustblað Munins hefur ekki enn litið dagsins ljós. Nú styttist óðum í annarlok en ekkert bólar á Muninn blaði. Verði blaðið ekki gefið út á næstu tveim vikunum mun félagið verða úrskurðað dautt. Dauð félög innan Menntaskólans á Akureyri eru þónokkur, dæmi um slík félög eru KaffMA, kaffifélag Menntaskólans á Akureyri, LiMA, Liverpoolfélag Menntaskólans á Akureyri, JólMA, Jólafélag Menntaskólans á Akureyri  og SleikMA, Sleikipinnafélag Menntaskólans á Akureyri.

Muninn gaf út völvuna, busablaðið fyrr í vor en félagið hefur verið nokkuð ósýnilegt að öðru leiti. Ekki náðist í ritstjóra blaðsins, Trausta Frey, við gerð þessarar fréttar en ljóst er að munin þarf að standa sig betur en þetta til þess að ímynd skólablaðsins glatist ekki.

Þar til næst, Ritstjórn Hrímfaxa.

Fleira skemmtilegt...