Nú er góðgerðarvika Hugins hafin! Eins og öll hafa líklegast tekið eftir. Nú standa menntskælingar í ströngu við að standa við allskyns áheiti svo sem að fara í spray tan, tjalda í svala, gerast bændur og borða 1000 pylsur svo eitthvað sé nefnt. Hafa safnast 370.000kr til Barnaspítala Hringsins en má þó spyrja sig hvort að það sé slakur árangur? Við þekkjum öll að fara í hádeginu og fá okkur að borða fyrir kannski 4.000kr en valgreiðslan sem nemendum barst í gær er aðeins helmingur þess. Eru rúmlega 600 nemendur í MA og hafa því aðeins um 30% þeirra greitt valgreiðsluna sína.
Samt styttist röðin í sjoppuna ekkert og nær langt aftur af busum sem eyða þúsundum króna í sjoppunni í hverri viku. Ætli menntskælingar vilji fremur styrkja djamm og djús en veik börn? Hrímfaxi hvetur alla til að greiða valgreiðsluna! Þar til næst, Hrímfaxi.