29. apríl, 2024

Dýrt stykki en ekki dýr plötusnúður?

Ritstjórn

Ritstjórn

Mikið ósætti ríkir þessa dagana í skólanum varðandi músíkina sem spiluð er í löngu. Nafnlausir notendur hafa farið mikið í málinu og undanfarinn sólarhring hafa fimm nafnlausar færslur litið dagsins ljós á fésbókarsíðu nemenda.

Hannes Ingi í 2. bekk var útnefndur plötusnúður í löngu í dag en ekki gekk sem skildi og voru lögin sífellt að stoppa og þess á milli spiluðust mjög áhugaverð lög þvert á tónlistarsmekk nemenda. Mörgum grunaði þó að brögð væru í tafli.

Í nýlegri færslu er innt að því að skemmtanastjóri Hugins, hann Magnús Máni ásamt Bjartmari Svanlaugssyni kollega hans í skemmtinefndinni, hafi staðið á bakvið verknaðinn þegar skipt var um lög í gegnum þráðlausan búnað.

Magnús kannast ekki við að hafa komið að tónlistarspilun í löngu í dag. Magnús segist hafa orðið var við almennt ósætti við löngu frímínúturnar og segir að framkvæmd þeirra sé í sífelldri endurskoðun. Aðspurður segir Magnús að hann íhugi afsögn sína í ljósi aðstæðna en ekkert er þó ákveðið. Magnús segist finna fyrir ævintýralöngun og hugur hans leiti sífellt til Balí.

Bjartmar tjáði sig um málið í samtali við fréttamann Hrímfaxa og sagði að atburðirnir í löngu í dag hafi einfaldega verið óásættanlegir. Stríðni innan veggja skólans eigi aldrei að líðast. Hann segist ekki vera sekur um að spilla tónlistinni í dag en játar reyndar að hafa ekki sturtað niður í morgun áður en hann fór í skólann.

Fleira skemmtilegt...