6. desember, 2024

Fetuðu í fótspor Messi

Ritstjórn

Ritstjórn

Margt var um manninn í Kvosinni á danskeppni nýnema í gærkvöldi enda gífurleg spenna meðal nemenda eftir því að sjá hvaða bekkur bæri sigur úr býtum.

Busabekkirnir (flestir) stóðu undir væntingum og gott betur en það. Það var því ekki létt verk fyrir dómara að gera upp á milli atriða. Þegar stigin voru talin saman kom í ljós að tveir bekkir, 1.H og 1.U. voru jafnir að stigum. En þar sem aðeins einn bekkur gat staðið uppi sem sigurvegari þurfti að grípa til bráðabana. 

Þegar báðir bekkirnir höfðu flutt atriði sín á ný var sigurvegari kvöldsins krýndur. Það mátti skera loftið þegar salurinn beið eftir niðurstöðum og þegar í ljós kom 1.H bar sigur úr býtum brutust út mikil fagnaðarlæti. Þess má geta að böðlabekkurinn sem bar ábyrgð á dansi og velgengni sigurbekkjarins var að sjálfsögðu 3.X og þau gáfu nýnemum engan afslátt af æfingum í vikunni. 

Menn voru greinilega þreyttir eftir dansinn og sumir þurftu að fá sér leggju áður en ballið byrjaði en voru þó ekkert á því að láta frá sér bikarinn á meðan.

Tvífarar?

 

 

 

 

 

Fleira skemmtilegt...