Nú stóð Ratatoskur sig vel því ritsjórn Hrímfaxa hefur borist upplýsingar frá áreiðanlegu heimildafólki um dagskrá góðgerðavökunnar í kvöld. Þó er téða kvöldvaka ekki hefðbundin því von er á að safna þurfi vissu fjármagni til þess að dagskráliðir kvöldvökunnar fari fram. Hér birtist listi af þeim liðum sem Hrímfaxi komst yfir.
Gabríel Ómar úr Þvagsýru tekur lagið!
Margir menntskælingar hafa eflaust beðið eftir alvöru tónleikum og hafa fengið nóg af TóMA troða upp fyrir hálftómri Kvos. Sú verður þó ekki raunin í kvöld því von er á að Gabríel Ómar úr víðfrægu hljómsveitinni Þvagsýru troði upp fyrir rúmlega fullri Kvos!
Eggjaðu Sölva skemmtanastjóra!
Nei hér er ekki verið að tala um sögnina að eggja, sem er svipuð sögninni að hvetja, heldur er bókstaflega verið að tala um að henda eggjum í skemmtanastjórann. Margir hafa eflaust orðið reiðir út í Sölva vegna tafa á kvöldvökum eða hann sinnir textanum á söngsölum ekki nógu vel. Nú gefst því tækifæri til að hefna sín á því og kasta nokkrum eggjum í pésann.
Þorsteinn verður í búri á sviðinu
Þorsteinn varaforseti, betur þekktur sem VP-Þorsteinn, mun vera læstur inn í búri þangað til vissu fjármagni hefur verið náð. Þá er von á að hægt verði að kaupa fötin af honum og mun hann því afklæðast borgi einhver fyrir fötin hans.
Eintóm veisla í kvöld
Ásamt ofantöldu mun verða hægt að sjá ógeðsdrykk matreiddann og snæddan, sjá forseta Huginsstjórnar fara í „frosted-tips“ og svo má ekki gleyma því að boðið verður upp á ýmsa hluti á góðgerðaruppboði.
Hrímfaxi hvetur fólk til að mæta og styrkja gott málefni!