16. september, 2024

Hvað gerist ef uppáhalds par Menntaskólans gengur í það heilaga?

Ritstjórn

Ritstjórn

Eins og öllum er líklegast ljós er góðgerðarvika Hugins í fullu fjöri. Hafa glöggir þó mögulega tekið eftir áheitinu sem stílað er á eina milljón, en ef milljón íslenska króna safnast til styrktar Kvennaathvarfinu á Akureyri ætla þeir Þröstur Ingvarsson og Þorsteinn Jakob Klemenzson að löglega ganga í hjónaband.

Hrímfaxi hefur tekið saman nokkra punkta sem gætu nýst hjónakornunum ef að því kemur. Til að byrja með er það allskyns lagalegt sem kemur upp í lífi drengjanna ef þeir gifta sig. Sem dæmi þurfa þeir að skila sameiginlegu skattframtali, deila þeir þá eignum og erfir annar hinn ef annar þeirra lætur lífið. Hrímfaxi hefur einnig tekið saman helsta kostnað við þennan gjörning og það sem gæti fylgt honum. Hjónavígsla hjá sýslumanni: 11.000kr Skilnaður að borði og sæng: 5.400kr Lögskilnaður: 6.500kr Má því sjá hér skýrt að ef að drengirnir gifta sig og skilja síðar er kostnaðurinn 22.900kr. Er þetta allt óháð mögulegri brúðkaupsveislu sem allir menntskælingar MA búast við boði í.

Við rannsókn Hrímfaxa á efninu var einn kostur sem stóð uppi þrátt fyrir að eiga sér ókost á móti sér. Var sá kostur sá að mögulega myndi komandi hjónaband veita Þorsteini einhvern frið í hjarta sér og læra að elska og sýna tilfinningar. Þó á þessi kostur sér andstæðu. Því ef Þorsteinn og Þröstur skilja þyrfti Þorsteinn að ganga í gegnum annan skilnað sem við vitum öll að hann gæti að öllum líkum ekki höndlað og gæti keyrt grey Þorstein okkar fram af klettinum í hinsta sinn. Því er spurning dagsins: missum við Þorstein ef þeir Þröstur ganga í það heilaga?

Fleira skemmtilegt...