6. desember, 2024

Ætti TásMA að fá að vera myndbandafélag?

Ritstjórn

Ritstjórn

Hrímfaxa hefur borist aðsend frétt um deilur ákveðins undirfélags.

Myndbandafélög MA eru mismundandi eins og þau eru mörg. Eitt félag innan MA hefur þó fengið að sitja mikið í sviðsljósinu en það er félagið TásMA. Er það ekki viðurkennt myndbandafélag en skilgreina stelpurnar í stjórn þess það þó sem myndbandafélag. Voru umtalaðar stelpur með fremur umdeilt myndband á undirfélagavöku Natalíu í haust en þar mátti glitta í allskyns tásur. Má jafnvel ganga svo langt að kalla myndband þeirra gróft tásuklám. Þær sýndu tær í öllum sýnum myndum. Langar, mjóar, stuttar, feitar, sprungnar, blóðugar, hárugar og hvaðeina. Féll þetta myndband þó ekki kramið hjá öllum en ummæli sem heyrðust á göngum skólans voru allt frá því að segja að myndbandið væri ógeðslegt og í það að stelpurnar sem stæðu á bakvið það væru ógeðslegar. Þó er ekki hægt að líta á undirfélagið sem neitt annað en myndbandafélag. Þær gera myndbönd en fengu því miður ekki að sýna þau á kvöldvökum og á árshátíðinni. Þær eru að varpa ljósi á þessi undur sem tær okkar mannkyns eru í allri sinni dýrð. Stelpurnar eru ekki að skafa undan neinu og sýna allar tásur sem jafn fallegar tásur. Þær standa fyrir fjölbreyttni sem myndbandafélög í MA svo sannarlega skortir! 

Því ætti TásMA að fá að vera myndbandafélag! Þær bæta fjölbreytni í hópinn.

Meðlimir Táningsstúlkufélagsins, TásMA

Áfram fjölbreytni!

Áfram TásMA!

Fleira skemmtilegt...