11. september, 2024

LMA-ingar slettu úr klaufdýrum

Ritstjórn

Ritstjórn

Óupplýstir MA-ingar halda að LMA haldi aðeins einn  stóran fund á ári. Þann sem haldin er rétt eftir að kosið hefur verið í forsetaembætti áðurnefnda félags eða hinn svokallaða aðalfund. Það er þó á misskilningi byggt en félagið heldur fjölmarga fundi árlega en ólíkt þeim stóra þar sem allir MA-ingar mega sitja fundinn, mega aðeins LMA-ingar sitja hina fundina.

Einn slíkur var haldinn í gær og var hann alls ekki af verri endanum. Þröstur Ingvarsson, forseti LMA, sá til þess að fundagestir færu ekki svangir heim en fundurinn var sannkölluð veisla þar sem gestir gæddu sér á þriggja rétta máltíð.

Anna Hlín, gjaldkeri LMA, fór yfir fjármál félagsins en félagið er komið langt yfir áætlun hvað varðar tekjuöflun og útgjöldum virðast fækka undir fjármálastjórn Önnu. Því er ljóst að félagið er farið að eyða gífurlegum fjármunum í hina ýmsu hluti, meðal annars gærkvöldið.

Þegar gestir höfðu lokið við eftirréttinn var hugur flestra sá að þá væri borðhaldi lokið. Flestir fóru þá að týnast á dansgólfið á fyrirhugaðan dansleik eftir borðhaldið. Þá stóð Þröstur upp og sló teskeið sinni í hálftóma rauðvínsglas sitt. Tilkynnti hann þá meðlimum LMA að í ljósi velgengni félagsins hafði hann pantað mjólkurbíl fyrir alla innanhús.

Andartaki eftir að Þröstur hafði lokið ræðu sinni kemur Bjössi á mjólkurbílnum fyrir utan fundarstað með vel lestaðan bíl af mjólk sem dygði fyrir alla Akureyri væri meðal LMA-ingurinn ekki fimmfalt þyrstari en meðalmaðurinn. Því slettu félagsmenn úr klaufdýrum en ekki klaufunum eins og hinn hefðbundi MA-ingur.

Hrímfaxi fékk aðsendar nokkrar lýsandi myndir frá dansleiknum.

Þórgunnur lét appelsínusafa nægja

 

Hrefna fékk kippu af mjólk

 

Kristján Elí nýtti sér tæknina til að bragða á mjókinni

 

Parið Trausti og Krista létu sjá sig

 

Bekkjarsystkinin Magnús og Diljá létu einnig sjá sig

Systurnar Elín og Día

 

Elli Bessi og Mundi drekka í kross

 

Birgir og Þorsteinn voru með kjaft á samkomunni

 

Vésteinn mætti í stuði

Góður danshringur

 

Hrefna stýrði kúbanska dansinum konga

Fleira skemmtilegt...