30. maí, 2024

Hrímfaxi kominn í loftið!

Ritstjórn

Ritstjórn

Kæru lesendur. Hrímfaxi hefur nú opnað vef sinn.

Hvað er Hrímfaxi?

Hrímfaxi gefur út efni ætlað nemendum Menntaskólans á Akureyri. Markmið Hrímfaxa er að stuðla að aukinni samkeppni á útgáfumarkaði innan veggja MA. Hér munu vera birtar bæði skemmtilegar og nytsamlegar greinar ásamt öðru efni. Hrímfaxi er skólablað óháð nemendafélaginu, Hugin. Ritstjórn Hrímfaxa bendir á að hægt er að hafa samband upp í hægra horni síðunnar og á Instagram síðu miðilsins.

Þú getur hjálpað

Hrímfaxi getur hagnast öllum nemendum skólans. Til þess að stuðla að sem bestri og mestri útgáfu óskar Hrímfaxi eftir efni frá þér. Það getur bæði verið fullskrifaðar greinar eða tillögur að greinum. Með því hjálpast að getum við sigrað útgáfumarkaðinn!

Fleira skemmtilegt...