Loksins er komið að því. Ástarkvöldvaka skemmtó er í kvöld 16. febrúar og hefur ritstjórn Hrímfaxa lagst í rannsóknarvinnu til þess að komast að því hvað mun gerast í kvosinni í kvöld. Á dagskránni eru hinir ýmsu liðir.
Gera má ráð fyrir að pítsuhlé verði á kvöldvökunni að góðum vana. Einnig má gera ráð fyrir að myndbandafélögin að TásMA fráskildum sýni þætti sína. Þetta eru þó dagskráliðir sem eru sérhverri kvöldvöku. Rannsóknarvinna Hrímfaxa skilaði þó einhverjum árangri en hægt var að finna út tvo liði á kvöldvökunni.
Hrímfaxi fékk sent erindi frá helstu rannsóknarkonu skólans en hún tók eftir því að fjölmörg pör í skólanum fengu boð um að taka þátt í skemmtilegum paraleik. Ekki tókst að finna út hvers kyns en grunur er um að tilgangur leiksins sé að splundra samböndum.
En liðurinn sem ætti að verða eftirminnilegastur menntskælingum er að sjálfsögðu chessboxing leikurinn en félagarnir Björn Þórir, betur þekktur sem Bjössi og Sævar Max eða Smax ætla að berjast. Samkvæmt heimildum Hrímfaxa er Smax 166.5 cm á hæð en Bjössi er 189 cm! Glöggir taka eflaust eftir því að þarna munar rúmlega 20 cm en aftur á móti þá eru þeir félagar miklir skákmenn og er Smax með 1831 ELO stig en Bjössi með 1048 ELO stig . Ljóst er því að í kvöld verður hart barist á milli þeirra félaga.