Eins og langflestir vita þá vofir nú verkfall yfir nokkrum framhaldsskólum landsins. Samningar virðast ekki ætla að nást og ef fram heldur sem horfir þá munu verkföll framhaldsskólakennara hefjast þann 20. febrúar nk.
Háværir orðrómar hafa heyrst um að nú greiði kennarar MA atkvæði um verkfall í skólanum og ef svo er þá munu fréttir berast af því seinna í dag.
Ritstjórnin hefur rætt við fjöldann allan af kennurum og þeir kjósa að tjá sig mismikið en nokkrir hafa þó gefið sterkt í skyn að miklar líkur séu á verkfalli.
Hrímfaxi ákvað því að gera litla könnun meðal nemenda um þeirra álit á verkfallinu, hvort þau styðji verkföll kennara eður ei. Rúmlega 60% nemenda svaraði könnunni játandi og tæplega 40% neitandi.
Það eru klárlega skiptar skoðanir um þetta en er ekki morgunljóst að laun kennara þurfa að hækka umtalsvert?
-Ritstjórn Hrímfaxa