22. desember, 2024

Stjörnuspá Siggu Bling fyrir febrúar

Ritstjórn

Ritstjórn

Það er kominn febrúar krakkar. Nýr mánuður og því hefur Hrímfaxi spáð í spilin og sett saman þessa fínu stjörnuspá um hvað mánuðurinn hefur þér upp á að bjóða.


Steingeitin
Besta steingeitin mín, febrúar verður þér erfiður mánuður. Hvort sem það er lærdómslega, félagslega, líkamlega eða andlega. Þó munt upplifa einhverjar hindranir í vegi þínum en reyndu að láta þær ekki stoppa þig! Þú ert nýbúin/nn/ið að eiga afmæli svo það ætti að sýna þér að þú komst í gegnum enn eitt árið og ættir svo sannarlega ekki að láta þennan mánuð stoppa þig!


Vatnsberinn
Minn kæri vatnsberi. Þetta er þinn mánuður, you need to shine bright! Djamma, drekka og djúsa er allt á dagskrá og er meirihluti ykkar að fagna tímamótum, afmæli. Því ber svo sannarlega að fagna svo let loose og djammaðu, þú átt það skilið!


Fiskarnir
Elsku fiskurinn minn, þú syndir svo hratt á móti straumnum að það er nær ómögulegt að ná þér. Þú þarft alltaf að vera rebel því þér finnst þú þurfa að sanna þig fyrir öðrum. Það er bara ekki staðan, þú ert einstök/ur/t eins go þú ert og ættir aldrei að breyta þér.


Hrúturinn
Hrútspungurinn minn. Ég veit að heimurinn er erfiður við þig. Hann er jafnvel stundum bara drasl og þú hatar það. Það bitnar á skapi þínu og andlegu heilsu sem skilar sér í slakara ástarlífi og þú átt það ekki skilið. Ef þú setur upp smá dont care attitjúd held ég að það muni skila sér langar leiðir fyrir þig því þú átt ekki að þurfa að bera heiminn á herðum þér. Og hver veit nema að ástin fylgi með.


Nautið
Nautið, nautið, nautið. Þú getur verið svo rosalega óörugg/ur/t að það er hræðilegt. Því þú ert gordjöss! Hættu að spá í það sem öðrum finnst og þá fyrst byrjaru að lifa af fullum krafti í þessum mánuði. Taktu eigin ákvarðanir og hlustaðu á hjartað því hjartað veit best;)


Tvíburarnir
Minn hjartans tvíburi. Hvað ertu eiginlega að spá? Hvað er í gangi? Þú nefnilega veist það ekki. Þú flakkar á milli staða, flakkar á milli hugsana og flakkar á milli hugmynda. Þegar að þú svarar því hvað þú vilt og hvað þig langar og engann annan þá byrjar þér að finnast hægja á heiminum og þú munt njóta hverrar mínútu.


Krabbinn
Þú ert ótrúlegur elsku krabbinn minn. Það sem þú tekst við er hreint ótrúlegt og gerir það alla daga með bros á vör. Þú átt hrós skilið! Þú stendur þig vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og það mun skila sér til þín í margföldu góðu karma. 


Ljónið
Mitt elsku besta ljón. Þú átt það til að vera of frek/ur/t. Það getur skilað sér í því að fólk misskilji þig og þínar áætlanir. Passaðu þig að hugsa áður en þú talar og mundu að þú ert heppin/nn/ið með það sem þú hefur. Því ef þú ert að lesa þetta þá skiluru íslensku, hefur aðgang að interneti og tæki til þess að lesa á og það eru alls ekki allir í þeirri forréttindastöðu.


Meyjan
Meyjan mín. Þú hefur tekið margar rangar ákvarðanir og þarft að byrja að takast á við gjörðir þínar. Því þú hefur sært marga og þú veist það, vilt bara ekki viðurkenna það. Þú verður því að kyngja stoltinu og biðja fólkið þitt afsökunar, því þetta er fólkið sem þú vilt hafa þér við hlið út lífið.


Vogin
Hey! Þú ert á réttri leið. Þér er að farnast betur en síðustu mánuði og jafnvel ár og þú þarft að taka eftir því. Því um leið og þú tekur eftir því ferðu að kunna að meta það. Haltu áfram á sömu braut og þá mun allt falla þér í faðm.


Sporðdrekinn
Elsku sporðdrekinn minn. Þú hefur þann slæma ávana að bíta alla frá þér. Allt gott sem kemur þína leið reyniru ósjálfrátt að eyðileggja. Það væri líklegast best fyrir þig að leita þér hjálpar svo að þú hættir að eyðileggja allt fyrir þér. Því þú átt allt gott skilið<3


Bogmaðurinn
Þvílíkt ár sem gekk á hjá þér á síðasta ári. Þú tókst á við margt og ert enn að. En febrúar verður þinn mánuður á þessu ári. Ástin hreinlega blómstrar! Það er þessi eina manneskja sem þú getur ekki hætt að hugsa um og ég get sagt þér það að manneskjunni líður eins;) SO MAKE A MOVE!

Þetta voru þau spil sem Hrímfaxi gat lagt á borðið að þessu sinni.
Þar til næst, Hrímfaxi.

Fleira skemmtilegt...