Í dag urðu eflaust einhverjir varir við mjög óvanalegan hlut sem umlykur skólann. Þessi hlutur fer ekki framhjá neinum en samt virðist engin átta sig á því hvað þetta sé. Eitt er víst og það er að hann er mjög langur og enginn veit hvert hann leiðir.
Samkvæmt heimildum Hrímfaxa þá hefur hluturinn verið rannsakaður mikið af Kára Stefánssyni og félögum hjá Íslenskri erfðagreiningu en enn hefur ekki tekist að finna út úr því hvað þetta er.
Rannsóknarmennirnir Bjartmar og Trausti Hrafn hafa verið sendir á vettvang að rannsaka hlutinn og vinna í þessum töluðu orðum við að komast til botns í málinu.