12. mars, 2025

Graðfoli MA á lausu!

Ritstjórn

Ritstjórn

Nú fer að líða að Valentínusardeginum og þess má geta að á fimmtudaginn verður Valentínusarkvöldvaka sem Huginn og Skemmtó skipuleggja.

Þá er ekkert annað í stöðunni en að fara að skipuleggja hvað þú ætlar að gera fyrir þinn maka. Eins og að bjóða út að borða, gefa þeim Lego rós eða fallegan blómvönd eru klassískar hefðir á Valentínusardaginn.

En hvað ef maður er ekki kominn með neinn til að vera með á Valentínusardaginn? Frábær spurning!

Þess vegna hefur Hrímfaxi tekið saman lista af MA-ingum sem eru einhleypir og í leit að þér!

Eyþór Rúnarsson

Einn eftirsóttasti drengur skólans er kominn aftur á laust! Já þið heyrðuð þetta rétt. Eyssi er hrókur alls fagnaðar og ef þú nennir að hlusta á hann tala um veiði þá ertu „in for a treat“. Svo skemmir ekki fyrir að veskið er svaðalega djúpt hjá þessum spaða!

Emma Ægisdóttir

Stemningskonan hún Emma er í mikilli þörf fyrir valentínus. Draumurinn væri að finna sér einhvern sem dæmir hana ekki þegar hún byrjar að mjálma og gelta þar sem það kemur nokkuð oft fyrir. Rómantísk kvöldstund með Emmu gæti orðið ein áhugaverðasta upplifun lífs þíns þar sem hún á stærðarinnar safn af “furry” búningum.

Sigurður Örn Davíðsson

Siggi Dave er mögulega almennilegasti náungi sem þú getur fundið. Ef þú hefur áhuga þá getur þú einfaldlega komið þér fyrir í bílnum hans og beðið eftir því að hann mæti á svæðið því hann á það til að gleyma að læsa honum.

Anna Lydia

Ljóskan sem þú sérð í hverju einasta teiti? Jú það er Anna! Þetta er gjörsamlega flippuð gella, enda er hún í FlippMA. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að það komi upp óþægileg þögn á stefnumóti með henni því hún getur talað langt fram á nótt án þess að anda inn á milli.

Hafþór Ingi

Alskeggjaða vövðatröllið sem þú labbar stundum framhjá í löngu? Jújú það hefur verið Haffi. Enginn ætti að láta þennan snáða framhjá sér fara! Passaðu þig bara að minnast ekki á fótbolta því þá masar hann endalaust og þú kemst aldrei heim. Alltaf tanaður og í góðum gír, Haffi er tilvalinn piparsveinn fyrir þig!

Sigga Bibbs

Hverjum langar ekki að næla sér í eina DjamMA stelpu? Þið kannist líklegast vel við Siggu þar sem hún er sú sem heldur allri stemmingunni uppi á kvöldvökunum hjá Skemmtó. Svo skemmir nú ekki fyrir að foreldrar hennar eru einstaklega gott fólk. Ég meina hverjum langar ekki í tengdapabba sem er skurðlæknir eða tengdamömmu sem er leikari?

Ef þetta fólk heillar þig ekki þá er heldur engin skömm í því að eyða Valentínusardeginum einn heima, það gæti jafnvel verið huggulegt að koma sér vel fyrir undir sæng með ís og horfa á góða mynd.

Fleira skemmtilegt...