19. nóvember, 2024

AmMA strákum byrlað ólyfjan

Ritstjórn

Ritstjórn

Huginn, skólafélag MA, hefur nú staðfest að SviMA strákar hafi tekið upp takta starfsmanna Ríkisútvarpsins og byrlað AmMA strákunum ólyfjan um helgina. Enginn SviMA-strákanna er í haldi lögreglu um helgina sökum skorts á sönnunargögnum en málið er á algjöru frumstigi samkvæmt upplýsingadeild lögreglunnar á Akureyri. Samkvæmt bráðabirgðarniðurstöðu var lyfið sem um ræðir einangrað estrógen en glöggir menntskælingar hafa mögulega tekið eftir alvarlegum testósteron skorti AmMA-strákanna síðustu daga.

Bjartmar Svanlaugsson, upplýsingafulltrúi AmMA, segir líðan samflokksmanna sinna stöðuga en þó eru fimm enn á gjörgæslu. Sjálfur segir hann leiðinlegt að ósmekkleg framkoma sem þessi viðgangist meðal félaga skólans en tekur þó fram að hann sé ekki í hefndarhug. Hann vill dreifa ást og kærleika enda sé það sterkara en hatrið og hefndin.

Freydís Þormóðsdóttir, yfirmaður undirfélaga, fordæmir hegðun SviMA og segir ekkert réttléta slíkt athæfi. Hún segir stjórn Hugins vera að kanna viðeigandi úrræði og útilokar ekki umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þá hefur hún viðrað hugmyndina að rassskella SviMA strákanna í Kvosinni. Þó eigi málið eftir að þróast og tekur hún fram að engin ákvörðun verður tekin fyrr en atburðarás helgarinnar verður skýrari og sérfræðingar lögreglunnar staðfesti hana.

Fréttin verður uppfærð.

Fleira skemmtilegt...