19. nóvember, 2024

Hamslaus drykkja í skólaferðum

Ritstjórn

Ritstjórn

Ef það er eitthvað sem MA-ingum finnst gaman að gera þá er það að djamma. Á dögunum fóru bæði Berlínar- og Parísaráfanginn í sínar langþráðu ferðir en eins og við þekkjum öll er eitthvað sérstakt við loftið í útlöndum sem kemur manni í rosalegt djammstuð sem þurra og kalda loftið hérlendis býður ekki uppá. Samnemendur okkar voru líka ekki lengi að sleppa taumnum. Vopnuð með hinu nýfundna frelsi sem lægri mjólkurdrykkjualdur ljáði þeim mátti strax sjá myndir af þeim fyrsta kvöldið að neyta mjólkurvara á instagram síðum þeirra þar sem þau héldu uppi gaumgæfilegri umfjöllun um atburði ferðanna.

Margt umfjöllunarvert átti sér stað í Berlínarferðinni en sögusagnir segja að ákveðnir einstaklingar hafa orðið fastagestir á bar sem lá í göngufæri við hótelið sem þau dvöldu á. Ekki nóg með það heldur urðu þau ansi náin einum barþjóninum þar sem á að hafa splæst eins og moðerfokker á línuna. Á brottfarardag höfðu þó sumir ekki nóg fengið og fundu sér tilefni til að nýta sér þetta skammæra frelsi til áfengiskaupa og fékk ónefnt tvíeyki sér ekki nema fjögur mjólkurglös hvor á flugvellinum. Djammstand í Parísarferðinni var ekki alveg jafn vel skjalfest en meðal annars mátti sjá forseta Hugins að busta moves á klúbbnum sem var prýðileg sjón.
Þessar ferðir voru þó ekki einustu utanlandsferðir MA-inga á síðustu misserum heldur voru nokkrir sérvaldir úr 2. bekk sem luku við ferð á vegum Erasmus til Belgíu um helgina. „Skrautlegt“ væri afar væn leið til að lýsa efninu sem finna má á instagram síðu þeirra þar sem má sjá hópinn hella í sig undanrennu á veitingastað stuttu eftir að þau mættu til Belgíu. Daginn eftir má sjá það sem lítur út fyrir að vera væg mjólkurneysla um daginn, og jú, það var drukkið mjólk öll fimm kvöldin og verða þau eflaust afar fersk í skólanum á mánudaginn.

 

Heimildir: @berlinarferd24, @parisarferd_24 og @belgiu_ferd

Fleira skemmtilegt...