Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að vetur konungur er farinn að segja til sín hér á Norðurlandinu eftir ekkert sumar og um það bil viku af hausti. Í dag, 10. október vöknuðu MA-ingar upp við vondan og helvíti kaldan draum og menn misjafnlega vel græjaðir fyrir slabbið og hálkuna í umferðinni.
Hannes Ingi, einnig þekktur sem Hannes Hitasjúki, lenti í smá veseni á leið niður brekku þar sem bíllinn sem hann var á rann gegnum eitt stykki grindverk og hafnaði í bakgarðinum hjá óheppinni fjölskyldu sem átti sér einskis ills von. Heit sending þar á köldum degi.
Tara Sól var einnig á hraðferð í dag og var að drífa sig kannski aðeins of mikið í efnafræðitíma. Hún endaði þó ekki í tíma hjá Andra heldur uppi á slysó eftir að umferðarskilti þvældist fyrir henni á leiðinni. Tara slapp þó sem betur fer vel, en það sama er því miður ekki hægt að segja um greyið bílinn hennar.
Ritstjórn Hrímfaxa hefur frétt af fleiri hálkuóhöppum MA-inga úr umferðinni í dag og hvetur alla til að fara varlega í umferðinni næstu daga og drífa vetrardekkin á bílinn.