Sauma byrjaði sölu á bolum í þessari viku. Margir klóra sér eflaust í hausnum yfir þessu uppátæki. Enda ástæða til, því hvað hefur félag sem sinnir fáum öðrum verkum en að syngja á árshátíðinni við svona mikinn pening að gera? Margar sögusagnir eru farnar að berast um ganga MA um hvað SauMA sé að brugga. Þær heimildir sem Hrímfaxi hefur sankað að sér herma að sauma stefni á að nýta sér peninginn í menningarferð til Póllands. En önnur tilgáta sem einnig kemur til greina er að SauMA sé með áform um að halda veglegt mjólkurteiti fyrir sig og sína. En ritstjórn Hrímfaxa mun að sjálfsögðu reyna að komast til botns í þessu grunsamlega máli. Þar til næst………