30. september, 2024

Hrímfaxa fjölskyldan stækkar!

Ritstjórn

Ritstjórn

Dyggir lesendur muna ef til vill að nú er á annað ár frá því að fyrstu fréttir Hrímfaxa litu dagsins ljós. Eins og gengur og gerist hafa stofnendur miðilsins horfið á braut æðri menntastigs en maður kemur í manns stað! Tveir nýir pennar hafa bæst við ritstjórn blaðsins og spennandi tímar eru framundan. Hrímfaxi vill minna á að hann er óháður fjölmiðill sem vill stuðla að aukinni samkeppni í útgáfu frétta innan veggja skólans. Hrímfaxi birtir fréttir af skólalífinu og aðsent slúður innan skynsemismarka því maður er manns gaman.

Fleira skemmtilegt...