Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, LMA, hyggst í vikunni tilkynna hvaða leikrit verður sett á fjalirnar þetta skólaárið. Undanfarin ár hefur félagið verið afar stórhuga og mikil spenna myndast kringum uppsetningu þess. Hrímfaxi væntir þess að í ár verði þar engin undantekning á.
Hvaða leikrit verður fyrir valinu?
MA-ingar hafa mikið velt vöngum yfir því hvaða verk verður fyrir valinu þennan veturinn og í nýlegu tik-tok-i LMA komu nemendur með ýmsar uppástungur.
Lítill fugl hvíslaði því að Hrímfaxa að leikritið í ár muni bókstaflega feykja áhorfendum inn í undraheim þar sem söngur, dans og furðuverur ráða ríkjum.
Áhugasamir munu ekki þurfa að bíða mikið lengur því hulunni verður svipt af leyndarmálinu í Kvos í löngu frímínútum á þriðjudag. Ekki missa af því!