11. september, 2024

Gettu Betur í Kvos á miðvikudag!

Ritstjórn

Ritstjórn

Annað kvöld mætir Menntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra í Kvos! Ljóst er að margt verður um manninn í Kvos nú á miðvikudgaskvöld en keppnin hefst klukkan 20:00. Sá grunur liggur fyrir að lið FNV komi með kröftugt stuðningslið og því er morgunljóst að MA-ingar þurfi að gera sitt allra besta og hvetja sem flest til að mæta og hvetja sinn skóla áfram!

Lið Menntaskólans á Akureyri mætir liði Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra í 32-liða úrslitum Gettu Betur annað kvöld. 32-liða úrslit keppninnar hafa undanfarin ár verið aðgengileg á vef Rúv en í ár gefst áhorfendum tækifæri á að styðja skólann sinn í Kvos!

Fleira skemmtilegt...