11. september, 2024

StemMA klæðist Prada

Ritstjórn

Ritstjórn

Nú eru myndbandafélög Menntaskólans á Akureyri farin á fullt og sýndu þau öll myndbönd á árshátíðinni fyrir stuttu með pompi og prakt. Frumsýndu þau einnig öll ný lög og tónlistarmyndbönd. Þó er það ekki allt sem félögin hafa verið að bralla en myndbandafélagið StemMA fékk á dögunum nýjar treyjur í hendurnar og blésu til myndatöku í tilefni þess. Samkvæmt heimildum Hrímfaxa kostuðu treyjurnar hálfan handlegginn og augun úr en sagan segir að treyjurnar séu Prada. Það hefur þó ekki enn verið staðfest. Þó er það klárt mál að treyjurnar eru gæða vara sem seint verður toppuð. Ritstjórn Hrímfaxa gefur treyjum StemMA 11/10 hestum í einkunn og skorar á önnur myndbandafélög að senda okkur myndir af sínum einkennisfatnaði. Sérstaklega þið AsMA, við vitum að þið voruð að fá treyjur 😉

Fleira skemmtilegt...