Eins og mörg ykkar hafa eflaust tekið eftir þá hafa bólar ekkert á skólaskírteinunum sem nemendur gátu sótt um við byrjun haustannar. Skólaskírteinin veita afslætti og önnur kjör í verslunum víðsvegar um landið og er þetta því mikill missir fyrir fátæka námsmenn. Stjórn Hugins sér um að senda skírteinin til nemenda en samkvæmt heimildum ritstjórnarinnar hafa aðeins örfáir nemendur fengið þessi umræddu skírteini í hendurnar.
Þegar fulltrúar Hugins voru spurð útí hvers vegna svo væri fékk ritstjórn þessi svör: Þegar skólaskírteini nemenda voru send út þá á hinn alræmdi Trölli að hafa brotist inn í kerfið og reynt að stela skólaskírteinunum. Hann mun hafa náð hátt í 400 skírteinum og skottast nú um bæinn í flottasta tauinu frá JMJ, snæðandi gómsætan mat á Hamborgarafabrikkunni og slappar svo af í skógarböðunum á kvöldin svo eitthvað nefnt. Allt með því að nýta afslætti skólaskírteininsins.
Mikil óænagja ríkir á meðal nemenda um þetta mál en stjórnin segist vinna hörðum höndum að því að ná þeim aftur.