16. maí, 2024

Busi klippti hárið á Einari Sigtryggs!

Benjamín Þorri Bergsson

Benjamín Þorri Bergsson

Eins og flestum er kunnugt um þá er desember mánuður genginn í garð og jólin nálgast óðfluga. Það er því margt sem þarf að gera og græja svo að jólin verði eins og best verður á kosið.

Einar Sigtryggs þekkja flestir nemendur skólans en hann kennir bæði náttúrulæsi og jarðfræði svo eitthvað sé nefnt. Einar ætlaði í jólaklippingu í vikunni en því miður þá var allt uppbókað. Nemendur í 1. bekk fréttu af þessu og tóku málin í sínar eigin hendur. Í morgun mætti svo Eyþór Nói í 1.T með allar græjurnar í tíma og klippti hárið hans Einars í löngu frímó í H9! Ritstjórnin fékk aðsenda mynd af þeim félögunum á meðan klippingunni stóð sem má sjá hér fyrir neðan.

Af myndunum að dæma þá lítur þessi klipping ansi vel út. Einar kominn með ferskt ,,fade“ eins og það kallast á ,,góðri“ íslensku og aldrei að vita nema fleiri kennarar velji að fara í klippingu hjá Eyþóri enda ódýr og þægilegur kostur að fá klippingu í MA.

Sigtrix sáttur

 

 

Fleira skemmtilegt...