28. janúar, 2025

Útskriftarferð fyrir útvalda?

Ritstjórn

Ritstjórn

Ár hvert halda útskriftanemar Menntaskólans á Akureyri suður á bóginn í þeim tilgangi að halda uppá þann merka áfanga að hafa lokið námi við skólann. Útskriftarferðin er farin í byrjun júni og það er ekkert leyndarmál að ferðinn kostar sitt. Eftir að eflt var til kosninga um áfangastað fyrr í vikunni kom í ljós að ferðin í ár myndi kosta menntskælinga hálfan handlegginn. Ljóst er að ferðin verður sú dýrasta í sögunni en afhverju er hún svona dýr?

Mikið fjör er í útskriftarferðum!

Atburðarrás gærdagsins telst frekar loðin en eflt var til kosninga um áfangastað. Kosið var um fjóra áfangastaði: Lloret de mar á Spáni, Ibiza á Spáni, Budva í Svartfjallalandi og Albufeira í Portúgal. Engin þessara áfangastaða náði hreinum meirihluta í kosningunum en Albufeira, Portúgal og Lloret de mar, Spáni voru vinsælustu áfangastaðirnir og var því eflt til kosningu á milli þessara tveggja áfangastaða. Verðmunurinn á þessum tveim stöðum var hinsvegar gríðarlegur, uppgefið verð fyrir Lloret de mar var 250.000kr en uppgefið verð fyrir Albufeira var á bilinu 300.000kr-330.000kr.

„All inclusive“ eða ekki?

Nemendur töldu þennan verðmismun vera vegna þess að Albufeira tilboðið væri „all inclusive“ eða með öllu inniföldnu en stjórn 3. bekkjarráðs þverneitaði opinberlega um að svo væri. Seinna sama dag viðurkenndi stjórnin að Albufeira tilboðið væri „all inclusive“ en þá höfðu kosningar um Lloret de mar og Albufeira nú þegar hafist. Á þessum tímapunkti var ljóst að stjórn 3. bekkjarráðs væri með eitthvað óhreint í pokahorninu og var því kosningunum slitið þar sem mikil óvissa ríkti á meðal kjósenda.

Albufeira á góðum degi.

Upplýsingaóreiða og lygar?

Eftir að hlutir komust á hreint var kosið á milli Albufeira og Lloret de mar en kjósendur voru enn ósáttir með upplýsingaóreiðu og óheiðarleika stjórnar 3. bekkjarráðs. Niðurstaða kosningarinnar var tilkynnt laust uppúr hádegi í dag og ljóst er að útskriftarárgangurinn er á leiðnni til Albufeira, Portúgal. Verð ferðarinnar telur á fjórða hundrað þúsund íslenskra króna og er það ekki auðfengin peningur fyrir hvern sem er. Sem betur fer var stjórn 3. bekkjarráðs með einfalda lausn við þessu vandamáli en sú lausn hljóðar svo: „ef þetta er svona dýrt ekki kjósa þess ferð“. Nokkuð ljóst er að stór partur stjórnarinnar mun ekki eiga erfitt með fjármagna þessa ferð ef marka má athugasemdir þeirra í gærkvöld. Óljóst er hversvegna ferðin kostar svona mikið en Heimsferðir standa nú undir svörum 3. bekkjarráðs. Þó má velta fyrir sér hvort allir menntskælingar komist í útskriftarferðina þar sem kostnaður hennar á við tvær BS-gráður í verkfræði við HÍ.

Er útskriftarferðin aðeins fyrir útvalda?

Fleira skemmtilegt...