11. september, 2024

Þórir tapaði öllu ,,ég gat ekki hætt“

Ritstjórn

Ritstjórn

Þórir Örn markaðsstjóri Hugins viðurkenndi á dögunum spilafíkn sem hefur hrjáð hann undanfarið ár. Þórir segir fíknina hafa tekið yfir og að spilavítið (e. casino) sé orsök þess að hann sé stórskuldugur í dag. „Ég gat ekki hætt að spila. Kúluspilið var lífið“ sagði Þórir í samtali við ritstjórn Hrímfaxa. „Ég var orðinn mjög góður í þessu, ég spilaði dag og nótt og taldi mér trú um að ég myndi vinna stórt bráðum en svo varð ekki“.

Í gær var Þórir var staddur í leikjasalnum á Akureyri ásamt RÓA félaga sínum Trausta Frey að spila kúluspil að venju. Samkvæmt heimildum Hrímfaxa lagði Þórir ansi háa upphæð undir í spilinu og hugðist tvöfalda fjármuni sína ef að allt gengi að óskum.

Í stuttu máli þá gekk ekkert eftir. Þegar Þórir hafði sett 270.000 kr í tækið og aðeins unnið einn Tinki-Winki búning þá hugsuðu þeir félagarnir hvað þeir gætu nú gert til að vinna peninginn til baka en þá hitti Trausti Freyr naglann á höfuðið og sagði við Þóri að best væri að setja yfirdráttarheimild á ónefnda reikninga og leggja allt undir. ,,Ég ætla all inn í kvöld“ sagði Trausti við Þóri til að hughreysta hann en Trausti er þekktur fyrir þá línu.

Þegar klukkan fór að nálgast miðnætti þurftu þeir félagar að halda heim á leið með tóma vasa og bankareikningana í bullandi mínus. En um hvaða bankareikninga ræðir hefur enn ekki verið opinberað.

 

Fleira skemmtilegt...