30. maí, 2024

Nemendur tjölduðu fyrir utan sjoppuna! Sjáðu mynd!

Benjamín Þorri Bergsson

Benjamín Þorri Bergsson

Í löngu frímó í dag myndaðist gríðarlega löng biðröð fyrir utan sjoppuna áður en hún opnaði og óhætt er að segja að nóg hefur verið að gera í sjoppunni á þessari önn. Ekki dró úr aðsókninni á dögunum þegar að sjoppunefndin kynnti jólavörur sjoppunar eins og Sveinka Jr. orkudrykkinn og jólajógúrt.

Aðsóknin reyndist svo mikil að jólajógúrtin seldist upp en von er á nýrri sendingu á morgun. Nokkrir nemendur sáu þar leik á borði og tjölduðu við sjoppuna í þeirri von um að verða sér úti um jógúrtina gómsætu.

Það blasir því ansi mögnuð sjón við manni í kvosinni núna en þar má sjá fjölmörg tjöld en vinkonurnar Emma og Maríana hafa það notalegt í sínu tjaldi og svo hafa AmMA félagarnir Trausti og Bjartmar einnig komið upp tjaldi.

 

Fleira skemmtilegt...