11. september, 2024

Skiptir stærð máli?

Ritstjórn

Ritstjórn

Ef að Menntaskælingar voru eitthvað að velta því fyrir sér hvað sé hægt að gera sér til gamans í kvöld þá er sú ráðgáta leyst því árlegi Bragabikarinn verður haldinn í kvos kl 19:30. Fyrir þau sem að vita ekki hvað sú keppni felur í sér þá er þetta í stuttu máli innanskólakepnni í MORFÍs.

Alls munu fjögur undirfélög etja kappi og verður það StemMA vs AMMA og þar sem umræðuefnið verður „stærð skiptir máli“. StemMA mælir með en AMMA á móti. Hin viðureignin verður svo LMA vs Málfó en þar verður umræðuefnið Taylor Swift og mælir LMA með og Málfó á móti.

Ljóst er að um gríðarlega spennandi keppni verður að ræða enda umræðuefnin virkilega áhugaverð. Í þokkabót er þetta allt í boði ykkur að kostnaðarlausu. Er þá ekki bara um að gera að mæta!?

 

 

Fleira skemmtilegt...