Í dag mun stór hópur nemanda halda á vit ævintýranna til borgar óttans í árlegu menningarferð skólans.
Hrímfaxi frétti af því í dag að vegna deilna milli MA nemenda og rútubílstjóra SBA muni Kisan keyra eina af rútunum sem fer suður. Ekki fylgdi hvort Kisan hafi fullnægjandi ökuréttindi á tækið en það hlýtur að reddast.
Dagskrá ferðarinnar er vægast sagt spennandi en meðal þess sem í boði verður er ferð í Húsdýragarðinn, keila, Sky Lagoon baðferð og margt fleira. Eins og hefðir gera ráð fyrir verður gist á marmaranum í Versló.
Góð stemming er meðal nemanda og eftirvænting mikil, Hrímfaxi segir því einfaldlega góða ferð og njótið í botn.