30. maí, 2024

Síðasta veiðiferðin í kvos

Benjamín Þorri Bergsson

Benjamín Þorri Bergsson

Á morgun, fimmtudaginn 5. október kl 20:00 verður kvikmyndin Síðasta veiðiferðin sýnd á stóra tjaldinu í kvos. Veiðifélag MA er undirfélagið sem stendur fyrir þessum viðburði. Þetta er að margra mati ein fyndnasta mynd sem framleidd hefur verið og því um gullið tækifæri að ræða til að eyða fimmtudagskvöldi í hópi góðra vina og samnemenda.

Ritstjórn Hrímfaxi mun ekki láta sig vanta á viðburðinn og hvetur samnemendur til að mæta og hafa það notalegt í kvos með snakk og sælgæti.

Fleira skemmtilegt...