11. september, 2024

Bleiki sparigrísinn hans Trausta

Ritstjórn

Ritstjórn

Eins og glöggir lesendur muna, lagðist ritstjóri Munins svo lágt að ræna starfsmanni Hrímfaxa og kúga út úr honum yfirlýsingu um yfirburði Munins. Var það líklega stönt til að vekja athygli á útgáfu Völvunnar.

Hrímfaxi fyrirgefur ekki svo auðveldlega og atvikið var vel geymt en alls ekki gleymt. Ef til vill hafa einhverjir (líklega allir nema lögblindir) tekið eftir því að Trausti keyrir nú um á bónusbleikum fólksvagni og eflaust margir sem klóra sér í höfðinu yfir litavalinu. Hrímfaxi ætlar nú að leiða lesendur í allan sannleikann um þetta mál og lýsir yfir ábyrgð á lakkinu á bleika sparigrísnum.

Þú hélst þó ekki virkilega Trausti að við myndum láta þetta mannrán slæda svona auðveldlega?

Fleira skemmtilegt...