24. júlí, 2024

Hvað er í gangi í Hofi? Stórar ákvarðanir sem varða nemendur?

Ritstjórn

Ritstjórn

Nú um hádegi fengu allir nemendur MA póst frá skólanum. Innihald póstsins varðaði risastórt málefni og var minnst á að opinn fundur með ráðherra ríkisstjórnar Íslands yrði haldin í dag. Ekki liggur fyrir um hvert innihald fundarins sé nákvæmlega en grunur er um að fundurinn snúist um einhvers konar sameiningu MA og VMA. 

Ef svo reynist að sameining skólanna verði tilkynnt á fundi þessum er ljóst að ráðamenn séu að taka gífurlega stórar ákvarðanir sem varða nemendur án þess að ráðfæra sig við nemendur.

Öll þau sem áhuga hafa á þessu málefni eru hvött til að mæta á opna fundinn í Hofi kl: 14:30.

Fleira skemmtilegt...