Síðastliðinn föstudag stóð ÍMA fyrir handboltamóti innan 2. bekkjar. Bekkirnir áttu í harðri baráttu og ekkert var gefið eftir enda gríðarlegt keppnisskap að finna meðal nemenda. Sumir höfðu þó á orði að þeir söknuðu þess að allir árgangar tækju þátt eins og verið hefur.
Úrslit urðu að lokum þau að 2.X hafði sigur með miklum yfirburðum í úrslitaleiknum, enda óvenjumikið talent að finna í þeirra herbúðum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort 2.X haldi sigurgöngunni áfram á næstu mótum því mörgum finnst ólíklegt að nokkur bekkur geti stöðvað þau eftir að bekkurinn vann alla leikina sína á handboltamótinu.
Hrímfaxi óskar 2.X til hamingju með sigurinn og sendir hrós til nýrrar stjórnar ÍMA fyrir vel heppnað föstudagsmót.