29. maí, 2024

Sunddeit og ís

Ritstjórn

Ritstjórn

Mikil veðurblíða var um síðustu helgi þrátt fyrir að rigning á laugardeginum hafi sett strik í reikninginn. Margt var um manninn á Akureyri vegna árlegrar Akureyrarvöku. Á föstudag var veðrið verulega gott og mældi veðurstofa Hrímfaxa hitann mest 26°c.

Sum nýttu góða veðrið betur en aðrir en í þeim hópi er hann Trausti Freyr Sigurðsson. Hann bauð kærustunni, Kristu Sól, á deit í Sundlaug Akureyrar. Þar busluðu þau mikið og voru því móð þegar upp úr var komið. Þá fékk Trausti þá snilldarhugmynd að breyta sunddeitinu í sunddeit og ís.

Sundlaug Akureyrar

Fóru þau þá í lúgu og fengu sér stóran rjómaís í brauði, að sjálfsögðu frá Emmessís. Eftir stuttan rúnt heimtaði Krista annan ís en í þetta skipti vildi hún frostpinna. Trausti fór að sjálfsögðu að óskum kærustunnar og kom við í sjoppu og keypti kassa af Tívolí-lurkum.

Krista var þá alsæl með Trausta og fór sæl á koddann um kvöldið.

 

Umfjöllunin er kostuð.

Fleira skemmtilegt...