Skólafélagið Huginn stóð fyrir gleðidegi í morgun og í tilefni þess var boðið upp á dýrindis kleinuhringi og Hugins kókómjólk.
Nemendur skólans gæddu sér á kræsingunum í fyrstu tímum dagsins og birgðirnar virtust ætla að endast langt fram eftir degi en mörgum brá í brún þegar að allir kleinuhringirnir voru skyndilega horfnir eftir löngu.
Rannsóknarteymi Hrímfaxa fór á stjá og fljótt komst upp um sökudólginn þar sem hann var staðinn að verki í kjallara Gamla skóla. Sá heitir Friðrik Trausti og er í 2.X. Hann mun hafa sporðrennt hátt í hundrað kleinuhringjum.