24. júlí, 2024

Sjóðheitir nýnemar komu brunakerfi skólans af stað

Ritstjórn

Ritstjórn

Í morgun var Menntaskólinn á Akureyri settur í 144. sinn. Karl Frímannsson flutti ræðu og meðlimir TóMA flutti skemmtileg tónlistaratriði. Margt var um manninn í Kvosinni og hittu nýnemar umsjónarkennara sína að skólasetningu lokinni.

Athygli vakti þó þegar brunakerfi skólans fór í gang og mátti heyra brunabjöllur óma í um 2 mínútur. Ekki var sjáanlegur eldur né reykur en rannsóknardeild Hrímfaxa kannaði málið síðar.

Komst þá í ljós að meðalhitastuðull nýnema er langt yfir meðaltali. Ekki bætti úr skák hvað 3. bekkur var duglegur að mæta á setninguna því þar er stuðullinn í hámarki. Því var mikill hiti í Kvosinni sem varð til þess að brunakerfið fór í gang

Hér má sjá gervihnattarmynd frá Veðurstofu Íslands. Myndin sýnir hitakort af Akureyri.

Hitinn sást vel á gervihnattarmyndum og þótti einkennandi. Starfsmaður Alþjóðar-veðurstofunnar segir að slíkt gerist sjaldan og sérstaklega svo norðarlega á jarðkringlunni.

Hrímfaxi mælir með að nemendur skólans hugi að því að kæla sig áður en gengið er um skólans dyr því MA-ingar er einfaldlega alltof heitir að meðallagi!

Fleira skemmtilegt...