19. desember, 2024

Stefnir í að þessi verði sjálfkjörin í Hugin

Ritstjórn

Ritstjórn

Nú hefur framboðslisti Hugins 2023-2024 verið birtur og ljóst er að 13 hafa gefið kost á sér í 8 embætti Huginsstjórnar næsta skólaárs. Til að hljóta kosningu í stjórn skólafélagsins Hugins þarf frambjóðandi að fá minnst 50% atkvæða en gengið verður til kosninga þriðjudaginn 25. apríl

Í komandi kosningum eru fjögur embætti þar sem aðeins einn einstaklingur hefur gefið kost á sér og stefnir því allt í að þessi verði sjálfkjörin:

Tómas Óli Ingvarsson – Exuberans Inspector / Varaforseti

Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir – Scriba scholaris / Ritari

Magnús Máni Sigurgeirsson – Erus gaudium / Skemmtanastjóri

Þórir Örn Björnsson – Erus pactum/ Markaðsstjóri

Í önnur embætti hafa tveir eða fleiri boðið sig fram en þau eru:

Inspector/Inspectrix scholae / Forseti – Álfhildur Rós Traustadóttir vs Krista Sól Guðjónsdóttir

Quaestor scholaris / Gjaldkeri – Lara Mist Jóhannsdóttir vs Sólveig Alexandra Jónsdóttir vs Sólbjört Tinna Cornette

Collega scholae / Meðstjórnandi – Sjöfn Hulda Jónsdóttir vs Rakel Alda Steinsdóttir

Presidium discipulus / Forseti hagsmunaráðs – Enok Atli Reykdal vs Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir

Hart verður barist um forsetaembættið en menntskælingar hafa greinilega mikin áhuga á gjaldkeraemættinu þar sem þrjár hafa boðið sig fram í það. Svo er spurning hvort við fáum að sjá „Undirfélagavaka Sjöbbu“ eða „Undirfélagavaka Rakelar“ á næsta skólaári þar sem að þær sækjast báðar eftir meðstjórnandaembættinu. Einnig er óljóst hver mun sitja í embætti forseta hax en allt kemur þetta í ljós á miðvikudagskvöld.

Fleira skemmtilegt...