22. desember, 2024

2.X sigraði síðasta föstudagsmót ÍMA

Ritstjórn

Ritstjórn

Fyrr í dag hélt Íþróttafélag MA sitt síðasta íþróttamót á þessu skólaári. Að þessu sinni kepptu bekkir í knattspyrnu. Góð skráning bekkja var á mótið og stýrði ÍMA mótinu vel. Í úrslitum kepptu bekkirnir 2.X og 2.H. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 1-1. Því var keppt um úrslitamark sem 2.X skoraði eftir æsispennandi framlengingu og stóð því uppi sem sigurvegari mótsins.

Við óskum 2.X til hamingju með árangurinn og sömuleiðis ÍMA fyrir vel heppnað íþróttamót og starf á skólaárinu.

Fleira skemmtilegt...