Í tilefni góðs gengis í nýafstaðinni góðgerðarviku, bökuðu skólastjórnendur og stoðteymi vöfflur fyrir allan skólann. Þó hafa nokkrir tekið eftir því að ekki eru allar vöfflurnar eins. Inn á milli hinna hefðbundinna vaffla má nefnilega finna bláar vöfflur. Þær eru svipaðar í útliti og hinar en geta þó braggðast örlítið öðruvísi. Mikilvægt er kanna hvort maður lendi á slíkri vöfflu því borði maður eina blá má eiga von á meltingarvandamálum.
Vöfflur
150 g hveiti (3 dl) eða hveiti og heilhveiti
1 tsk lyftiduft
30 g sykur (2 msk)
1/4 tsk salt
2-3 dl mjólk (súr- og nýmjólk eða undanrenna)
2 egg
3-4 dropar af bláum matarlit
3 msk brætt smjörlíki eða matarolía
sítrónusafi, vanilludropar eða önnur bragðefni.
Hitið vöfflujárn
Bræðið smjörlíkið við mjög vægan hita eða í vatnsbaði
Sigtið hveiti og lyftiduft með salti og sykri ef vill
Hrærið 2 dl af mjólk saman við hveitið í kekkjalaust deig. Hrærið ekki of lengi, þá verður deigið seigt.
Bætið smjörlíki og eggjum saman við, einnig bragðefnum.
Látið deigið bíða um stund og bætið mjólk í ef vill. Deigið á að vera fremur þykkt (um það bil helmingi þykkara en pönnukökudeig). Breiðið úr vöfflunum þegar þær eru bakaðar og raðið þeim síðan í stafla.