Nýlega opnaði nýtt slökunarherbergi í kjallara Gamla skóla og ber það heitið Friðheimar. Þar gátu nemendur og starfsfólk skólans komið og slakað á eða hugleitt. Herbergið nýttist nemendum einstaklega vel og sumum mögulega of vel en Friðheimum hefur nú verið lokað.
Ástæða lokunarinnar er að nemendur gengu ekki nógu vel um herbergið en á miða sem hangir utan á hurð Friðheima stendur að herbergið hafi verið notað á óviðeigandi hátt. Hrímfaxa bárust þau tíðindi að uppátækjasamir nemendur og jafnvel kennarar höfðu stundað samlíf í herberginu en vitni lýsa subbulegum frágangi í herberginu. Þá fannst notuð gúmmíverja á vettvangi.
Umræddur miði á hurð Friðheima
Margir nemendur og starfsfólk skólans harma þessum tíðindum mjög og vona mörg að herbergið opni á næstunni og að sóðar hætti að athafna sig í Friðheimum.