21. desember, 2024

Maís í tonnavís á Heimavistinni!

Ritstjórn

Ritstjórn

Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að maís er í miklu uppáhaldi hjá heimavistinni en þegar það er ekki maís í matnum sjálfum, þá er hann oftast reiddur fram sem meðlæti í salatbarnum. Menntskælingar hafa sést gulir í framan í fyrsta tímanum eftir hádegismat en er það rakið til maísofátsins.

Nemandi fær sér nóg af maís með kjúllanum
Þessi fær sér nóg af maís með pastaréttinum.

 

Ritsjórn Hrímfaxa tók viðtal við nokkra aðila úr eldhúsi heimavistarinnar, en þau útiloka ekki maísís frá Kjörís en afar líklegt er að ROAYLE maísbúðingur með hvítu súkkulaði verði í eftirmat í næstu viku.

Maísbúðingur með hvítu súkkulaði

 

Ritstjórn Hrímfaxa litu inn í eldhús heimavistarinnar og sáu þar átta 200L olíutrommur troðfullar af maís. Kokkarnir segast dýrka maís og þegar engin sér til, þá skiptast þau á að fá sér síðdegisblund ofan í tunnunum.

200L maístunnur!

Fleira skemmtilegt...