Hrímfaxa barst sú ábending í morgun að ekki eitt stæði væri laust á bílastæði skólans. Nú þegar líður á árið fá sífellt fleiri busar bílpróf og fjölgar því eftirspurn bílastæða til muna. Nemendur hafa leitað þeirra ráða að leggja við íþróttahöllina og í einhverjum tilvikum hafa nemendur þurft að leggja við Olís á Dalvík. Ritstjórn Hrímfaxa kannaði ástandið á bílastæðinu og er það alveg bagalegt. Dæmi eru um að bílum sé illa lagt en eftirfarandi myndir lýsa því best.