30. maí, 2024

Nýju sófarnir valda usla

Ritstjórn

Ritstjórn

Sú ákvörðun skólastjórnenda á að skipta um sófa innan veggja skólans hefur án efa ekki farið framhjá neinum. Nú þegar þú gengur inn í skólann mæta þér hinir hátískulegu og fínu sófar frá Epal sem skólinn hefur nýlega fest kaup á. Þrátt fyrir að útlitið á sófanum sé fínt þá eru það þægindin sem hafa stolið umræðunni undarfarnar vikur. Staðreyndin er sú að þegar kemur að þægindum fá þessir sófar því miður falleinkunn. Erfitt er að leggjast í sófann og eru þeir svo harðir að það væri hægt að fletja út pizzu á þeim. Svo er það ekki gott hvað þær eru lágir í loftinu, en er einn orðrómurinn sá að Krista Sól hafi beðið um það sérstaklega enda ekki mjög há í loftinu. Einnig er hætt við því að svona óþæginlegir sófar geti haft áhrif á hina geysivinsælu instagram síðu sofandi MA þar sem einu myndirnar sem munu berast núna eru af fólki sofandi í sófunum í G-inu enda hefur þeim ekki verið skipt út. Einnig leyddi þetta það af sér að svala hornið söng sitt síðasta þar sem flestir þeir sófar sem hafa verið þar án efa frá stofnun skólans hafa verið fjarlægðir og án efa seldir á ebay til að safna fyrir Epal sófunum enda gífurlega dýr húsgögn.

 

Sófi svipaður sófunum í MA á vefsíðu Epal

 

Fleira skemmtilegt...