27. júlí, 2024

Er 3. X meira en bara bekkur!?

Ritstjórn

Ritstjórn

Hrímfaxa hefur borist eftirfarandi grein:

„Það er orðið á götunni að 3. X sé að gera meira en bara læra stærðfræði!! Þau fara saman í sund, út að borða og meira segja í skíðaferð til Noregs!! Er auðjöfurinn Ester Helga með eitthvað óhreint tau í pokahorninu?!! Og er hún að vinna með hinum moldríka Sölva Jóns til að búa til Cult?!!! 3.X er cult!!!“

Sölvi Jónsson
Hinn moldríki Sölvi Jóns

Ritstjórn hafði samband við Ester Helgu til þess að kanna málið. Samkvæmt henni fóru níu exarar saman til Noregs í skíðaferð en hún á að hafa reddað bústaðnum og verið nokkurskonar fararstjóri. Þetta er að sjálfsögðu einfaldlega tilbúningur hjá Ester til þess að láta ferðina líta vel út en þegar fréttastofa spurði Sölva út í málið kom sannleikurinn hinsvegar í ljós. Eftir að hugmyndin kom var fólkið í bekknum nokkuð hikandi og setningar á borð við „Það er allt svo dýrt í Noregi“ og „Hvernig á ég að borga fyrir þessa ferð?“ heyrðust gjarnan. Þá ákvað Sölvi að taka málin í sínar eigin hendur og sagði: „Fokkit, ég splæsi“. Sagan endar ekki þannig vegna þess að þegar Sölvi dró upp veskið tók Birkir Óskars í hendina á Sölva, horfði djúpt í augun á honum og sagði hin merku orð, „bréfin eru græn í dag vinur.“ Þar með borgaði Birkir Óskars fyrir alla ferðina en þetta þótti rosalegt vegna þess að Birkir Óskars fór ekki með til Noregs! Þetta er eitthvað mesta „baller move“ í MA samkvæmt Sölva. Varðandi bústaðin sem að auðjöfurinn Ester Helga segist eiga er vart að nefna að það er einnig bara bull. Bústaðurinn er að sjálfsögðu í eigu Hans Liechtensteiner en þeir Sölvi þekkjast vel úr undirheimum Noregs og fékk Sölvi því rækilegan afslátt.

Hans Liechtensteiner, undirheimakonungur Noregs

Fleira skemmtilegt...