24. júlí, 2024

Besta nestið í skólann

Ritstjórn

Ritstjórn

Eins og flest vita getur tíminn frá skólabyrjun til hádegismatar verið lengi að líða og verða mörg svöng á svo langri stundu. Því getur verið gott að fá sér millimál í löngu frímínútunum. Þá vaknar oft spurningin: Hvað á ég að fá mér?

Sjoppan sem 3. bekkjaráð heldur úti getur reynst námsmönnum dýr og þá er ráð að koma með nesti að heiman eða stökkva í matvöruverslun og kaupa sér nesti þar. Hrímfaxi tók saman fimm hluti sem henta vel sem millimál.

Flatbrauð með sviðasultu og bönunum

Strangheiðarlegur íslenskur matur í bland við suðræna ávexti.

Skyr með gulum baunum

Þau sem borða reglulega í mötuneyti skólans hafa kannski orðið vör við að þar eru gulu baunirnar ekki sparaðar. Því er þessi réttur ætlaður þeim sem fá ekki að upplifa þessa snilld í boði mötuneytisins og smakka hvernig er að hafa gular með öllu.

Prótínstykki og mysa

Þetta sett er ætlað líkamsræktarfólki skólans.

Rabbabari og rófa

Rómverskur riddari réðist inn í rómaborg, rændi þar og ruplaði….. hver kannast ekki við þessa vísu? Staðreyndin er sú að færri hafa smakkað þessa samsetningu. Hrímfaxi hefur þó smakkað þetta og komist að því að þetta bragðast ótrúlega vel saman.

Samloka með MA-skinku og osti

Það er allavega nóg af þeim í MA…

(Ath. myndin er tekin af DV og því ekki um MA-ing að ræða:))

Fleira skemmtilegt...