16. september, 2024

TóMA með gleðidag og söngkeppni í kvöld

Ritstjórn

Ritstjórn

Fúlir MA-ingar þurftu ekki að örvænta í morgun þegar þeir gengu inn um dyr skólans því Tónlistarfélagið TóMA glöddu menntskælinga með svalandi Capri-sun í morgunsárið. Því er ljóst að MA-ingar eru með háan blóðþrýsting þennan daginn og geta þeir þakkað TóMA fyrir áþreifanlega gleði í andrúmslofti skólans.

Ekki er þó gleðidagur að ástæðulausu en söngkeppni TóMA og Hugins er haldin í kvöld. Von er á því að sem glæsilegasti viðburður sé að fara eiga sér stað en keppnin er haldin klukkan 19:00 í Kvosinni. Þá munu nokkur atriði stíga á svið ásamt öðrum stórkostlegum skemmtiatriðum, sum frá fagaðilum. Ekki er vitað hvort keppninni verði streymt og eru því allir hvattir til að mæta í Kvosina í Kvöld.

 

Fleira skemmtilegt...