Margt var um mannin í kvos á mánudagskvöld þegar einn stærsti viðburður skólafélagsins var haldin. Söngkeppnin heppnaðist þokkalega en heimildir Hrímfaxa herma að streymið hafi verið ansi slakt fyrir hléið vegna nettengingar og að kosning fyrir vinsælasta atriðið hafi þurft að fara fram tvisvar. Einnig þurftu menntskælingar að standa í biðröð til þess að borga 1.900kr til þess að komast inn á skemmtunina. Það er því spurning hvort að Hugin sé með allt niðrum sig þessa dagana.
Óháð þessu þá stóðu keppendur sig einstaklega vel í ár og völdu dómarar kvöldsins þrjú bestu atriðin. Einnig kusu áhorfendur um vinsælasta lag kvöldsins en upplýsingar um keppendur má finna hér að neðan.
Siguratriðin:
Fyrsta sætið hreppti hún Hrefna Loga og kom það engum á óvart eftir frammistöðu hennar í keppninni. Hrefna mun því vera fulltrúi Menntaskólans á Akureyri í söngkeppni framhaldsskólanna og óskar ritsjórn Hrímfaxa henni góðs gengis. Vart er að nefna að Hrefna söng lagið Blame it on the sun en ekki Stelpurokk eins og stendur á meðfylgjandi mynd.
Í öðru sæti var hún Ísabella Sól en hún söng lagið Fimm með glæsibrag.
Í þriðja sæti var bandið Skandall en þær sungu frumsamsd lagið, Gullfallega mannvera.
Vinsælasta atriðið:
Sönghópurinn Vatnsmýrinn vann atkvæðagreiðsluna og fékk því titilinn Lag fólksins.
Það vakti athygli þegar Kieran Logi Baruchello afklæddist á sviðinu og lék á fiðlu með rós í munninum og ber að ofan en vilja einhverjir meina að hann hafi selt sig fyrir atkvæðin.
Allir keppendur kvöldsins: