19. desember, 2024

Söngkeppnin á mánudag, Þröstur ekki með

Ritstjórn

Ritstjórn

Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri fer fram þann 6. febrúar næstkomandi og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þröstur Ingvarsson ákveðið að sitja hjá þessa keppni. Þröstur er flestum kunnugur sem einn helsti söngfugl skólans og sigraði söngkeppni skólans á seinasta ári þar sem hann flutti lagið I’m still standing eftir Elton John. Árið áður flutti hann Don’t look back in anger eftir Oasis en komst aftur á móti ekki á pall í þeirri keppni. Fréttastofa hefur reynt ítrekað að ná af Þresti en hann hefur ekki gefið kost á sér í viðtal. Þeir sem að búa yfir frekari upplýsingum um málið er bent á að hafa samband við ritstjórn Hrímfaxa í gegnum ritstjorn@hrimfaxi.is eða instagram.

Þröstur í söngkeppninni 2022

Fleira skemmtilegt...