16. september, 2024

AmMA í fjárhagsvanda

AmMA er í klandri
Ritstjórn

Ritstjórn

Hávær rómur innan veggja skólans hermir að Aðalmyndbandafélaga Menntaskólans á Akureyri, AmMA, sé í gífurlegri skuld. Þá hafi AmMA-strákarnir eitt miklu fé í árshátíðarþátt félagsins en þar átti lag þeirra, Anime stelpan, stóran þátt í kostaði þáttarins en þeir fengu tónlistamanninn Inga Bauer með sér í lið við gerð lagsins ásamt öðrum.

Hvaðan koma peningarnir?

Ljóst er að til þess að vera í skuld þarf einhver að hafa lána AmMA-strákunum fjármagn. Heimildir Hrímfaxa herma að auðjöfurinn og AmMA-strákurinn Sölvi Jónsson, 3X, hafi lánað félögum sínum háar fjárhæðir en þeir eigi hinsvegar í erfiðleikum með að borga til baka. Ef ekki gengur að safna er því ljóst að Sölvi þurfi að borga brúsann.

Sölvi Jónsson

Sölvi Jónsson

Fleira skemmtilegt...