5. desember, 2024

Árshátíðin er á næsta leiti – Hér er allt sem þú þarft að vita!

Ritstjórn

Ritstjórn

Það styttist óðum í stærsta viðburð skólaársins, sjálfa árshátíð MA þann 22. nóvember! Nú er miðasala á árshátíðina farin af stað og ekki eftir neinu að bíða. Þemað í ár er Undraland og af fenginni reynslu síðustu árshátíða er ljóst að engu verður til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast enda um stærsta viðburð ársins að ræða.

Fyrir nýnema og mögulega einhverja nemendur sem hafa búið undir steini, er gott að vita eftirfarandi:

Ef þú ætlar bara að mæta á EINN viðburð skólafélagsins í vetur, mættu þá á árshátíðina. Þetta er viðburðurinn.

Árshátíðarmiði kostar vissulega sitt en er hverrar krónu virði í gleði og minningum

MA-ingar mæta í sínu allra fínasta pússi á árshátíð. Dragðu fram jólafötin eða fermingargallann og pússaðu dansskóna.

Á árshátíðinni sitja bekkirnir saman, fara í myndatöku saman og hafa gaman saman. 

Mættu tímanlega svo þú missir ekki af innmarsi þriðju bekkinga. Það er ógleymanlegt.

Þú mátt ekki sleppa því að dansa gömlu dansana við undirleik Þuríðar og hásetanna og verið óhrædd við að bjóða samnemendum ykkar í dans.

Árshátíð MA er vímuefnalaus viðburður. Það er eitthvað sem við MA-ingar erum stolt af.

Á árshátíð sjá þriðju bekkingar um að græja borðin fyrir matinn, nemendur annars bekkjar þjóna til borðs og fyrstu bekkingar ganga frá eftir ballið. Allir leggja sitt af mörkum svo allt gangi upp

Ef þú ert í þriðja bekk er þetta áminning til þín að græja þjóðbúninginn í hvelli

Gott ráð er að taka með skó til skiptanna fyrir ballið. Það er bara meira gaman ef manni líður vel

Fleira skemmtilegt...